Skeiða- og Hrunamannavegi verður lokað við Stóru-Laxá á hádegi á morgun og gæti hún varað í nokkra daga. Ástæðuna má rekja til vatnavaxta sem Veðurstofa Íslands hefur varað við um helgina þegar að hlýna tekur.
Til að verja nýja brúarmannvirkið hefur ákvörðun verið tekin um að grafa í sundur veginn við brúarenda núverandi brúar. Ökumönnum verður beint um hjáleiðir í uppsveitum. Sunnlenska greinir frá.
Í samtali við miðilinn segir Svanur Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á suðursvæði, að brúaropið í dag sé svo lítið vegna framkvæmdanna að mikið tjón gæti orðið ef undirsláttur hreyfðist til.