Ögmundur: Rangt að ákæra Geir

„Mikilvæg stjórnarmálefni, eins og það heitir í stjórnarskrá, á að …
„Mikilvæg stjórnarmálefni, eins og það heitir í stjórnarskrá, á að taka fyrir á ríkisstjórnarfundum,“ segir Ögmundur í samtali við Morgunblaðið. mbl.is/Hákon Pálsson

„Þetta var væntanlega ekki gert vegna þess að utanríkisráðherra gerði sér grein fyrir að við þessu var andstaða VG-ráðherra í ríkisstjórninni,“ segir Ögmundur Jónasson um stuðning Íslands við hernað í Líbíu á tíma ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.

Landsdómsmálið kveikir umræðu um hvenær mál skuli rædd á ríkisstjórnarfundi og hvenær ekki. Geir H. Haarde var sakfelldur árið 2013 fyrir að funda ekki.

Ögmundur, sem var ráðherra Vinstri grænna í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, vildi ekki að íslensk stjórnvöld lýstu yfir stuðningi við að Atlantshafsbandalagið, NATO, tæki þátt í hernaði í Líbíu árið 2011. Málið, sem mörgum þótti mikilvægt, var ekki tekið á dagskrá ríkisstjórnarfundar. 

Hefði átt að ræða málin

„Mikilvæg stjórnarmálefni, eins og það heitir í stjórnarskrá, á að taka fyrir á ríkisstjórnarfundum,“ segir Ögmundur í samtali við Morgunblaðið. Ögmundur telur að Líbíumálið hefði átt að taka fyrir á ríkisstjórnarfundi. Sömuleiðis telur hann að umræða um ofangreind dæmi hefði átt að fara fram í ríkisstjórn.

Spurður hvort honum finnist umrædd mál sambærileg því að yfirvofandi efnahagskreppa hafi ekki verið rædd á ríkisstjórnarfundi segir Ögmundur:

„Mér finnst þau ekki sambærileg á nokkurn hátt. En eitt veit ég að í engu tilviki hefði ég dregið menn fyrir Landsdóm.“

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert