Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur, um að Ísidór Nathansson og Sindri Snær Birgisson verði ekki ákærðir fyrir undirbúning til hryðjuverka, verður kærður til Landsréttar.
Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara.
Á mánudag vísaði dómari við héraðsdóm frá ákæruliðum eitt og tvö í hryðjuverkamálinu en þeir vísa að brotum er snúa að undirbúningi hryðjuverka. Lögmenn beggja ákærðu fóru fram á frávísunina vegna óskýrs orðalags í ákæru.
Embætti héraðssaksóknara hafði þrjá sólarhringa til þess að bregðast við frávísuninni og taka ákvörðun um málið. Hún liggur nú fyrir.