Veit hver skipulagði „Hlerunarmálið“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson veit hver skipulagði „Hlerunarmálið,“ eins og hann kýs að kalla Klaustursmálið. Hann vill ekki nafngreina þann aðila og segist ætla að bíða aðeins með það. Þau eru orðin þó nokkur málin þar sem blaðamenn og stjórnmálamenn hafa tengst málum sem ekki hafa verið til lykta leidd eða rannsökuð til fulls en hafa opinberað aðferðir sem þykja vafasamar. 

Klaustursmálið, njósnatölvan á Alþingi, fyrirsát í ráðherrabústað, byrlun skipstjóra á Akureyri og tilraunir af svipuðum toga sem hafa farið út um þúfur. Sigmundur Davíð ræðir þessi mál í Dagmálaþætti dagsins og svarar meðal annars spurningunni: Hvenær runnu blaðamennska og stjórnmál saman eins og þau virðast hafa gert hin síðari ár, í vaxandi mæli?

Megin umræðuefnið í þætti dagsins eru þó málefni innflytjenda, þar sem Sigmundur Davíð telur stefna í óefni.

Þátturinn í heild sinni er aðgengilegur fyrir áskrifendur Morgunblaðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert