Ríkisstjórnarsamstarfið geti ekki haldið óbreytt áfram

Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir núverandi ríkisstjórnarsamstarf ekki geta haldið áfram eins og það endaði í vor – og vísar þar til innri ágreinings flokkanna við þinglok í vor.

„Það er erfitt að sjá fyrir sér hvað muni breytast í mikilvægum málaflokkum,“ segir Jón.

Hann rekur ágreining flokkanna í stórum málaflokkum, til dæmis í málefnum útlendinga, orkumálum og fleira.

„Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki borið ábyrgð á þessu, það er algjörlega útilokað,“ segir Jón.

Hann segir framtíð Íslands bjarta en þó þurfi að búa til ramma til að grípa þau tækifæri sem til staðar séu til að byggja upp aukin verðmæti.

Hægt er að horfa á hluta viðtalsins hér að ofan, þar sem fjallað er um samstarf flokkanna, en þátturinn er allur aðgengilegur á slóðinni hér fyrir neðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka