Kostnaður vegna sorphirðu óljós

Nýtt flokkunarkerfi þykir hafa gefist vel á höfuðborgarsvæðinu.
Nýtt flokkunarkerfi þykir hafa gefist vel á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kostnaður við breytt fyrirkomulag sorphirðu liggur ekki fyrir en breytt fyrirkomulag og kröfur um aukna flokkun á úrgangi hafa ekki farið fram hjá höfuðborgarbúum.

„Áhrifin á reksturinn eru ekki komin fram, þau munu liggja fyrir í fyrri hluta október,“ segir Gunnar Dofri Ólafsson upplýsingafulltrúi Sorpu en málið var m.a. tekið til umfjöllunar á stjórnarfundi Sorpu þar sem rætt var um árangur af sérsöfnun matarleifa og endurvinnsluefna við heimili og áhrif þess á rekstur fyrirtækisins.

Gunnar Dofri segir að vel hafi gengið til þessa við að innleiða breytinguna og raunverulegur árangur hafi náðst.

„Fyrstu óendurskoðuðu tölur benda til þess að þrjú af hverjum fjórum kílóum af matarleifum sem áður fóru í blönduðu tunnuna fara nú í matarleifatunnuna á fyrsta ári innleiðingar. Það er árangur sem við áttum ekki von á fyrr en á næsta ári. Við erum ótrúlega þakklát íbúum á höfuðborgarsvæðinu fyrir að taka svona vel í þetta.“

Tekur tíma að læra á nýtt kerfi

Ýmsir hafa kvartað yfir óþægindum vegna breyttrar sorphirðu og jafnvel óþrifnaði vegna þess að flugur sæki í lífrænan úrgang en Gunnar Dofri segir ekki svo vera. „Það er ákveðið lærdómsferli í þessu hjá fólki.“

Hann segir mikilvægt að stilla sig af um hversu miklu er hægt að henda í tunnurnar af blautum matarúrgangi. „Heilt yfir þá sjáum við ekki annað en að þetta gangi ótrúlega vel.“ Hann segir að tilraunir til að vinna matarleifar úr blönduðum úrgangi heyri brátt sögunni til í Gufunesi.

„Það felur í sér töluvert rekstarhagræði því að sú vinnsla er kostnaðarsöm. Það eru hin augljósu rekstraráhrif á þessu stigi. Við erum mjög ánægð með þessa breytingu.“

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag, föstudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert