Höfum miklar áhyggjur af samfélaginu

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunnar, með Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- …
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunnar, með Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði í pallborðsumræðum á haustfundi Landsvirkjunar í dag að sé mikil þörf á að virkja svo ekki komi til orkuskorts. Hörður beindi meðal annars spjótum sínum að stjórnmálamönnum.

„Í grundvallaratriðum þá þurfum við að gera okkur grein fyrir því sem samfélag hver orkuþörfin er og við þurfum að gera okkur grein fyrir því hvað gerist ef við höfum ekki orkuna. Ef við gerum okkur grein fyrir því hversu alvarlegt það er þá þurfum við öll að sameinast í því að greiða götur þessara verkefna. Það hefur verið mjög skaðlegt undanfarin ár að það hafa verið háværar raddir sem hafa verið að rökræða það að það þurfi ekki orku,“ sagði Hörður meðal annars í pallborðsumræðunum.

Fjölmennt var á fundinum í dag.
Fjölmennt var á fundinum í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Að við séum með virkjanablæti

Hörður segir að aðilar sem ættu að vera ábyrgir hafi haldið því fram að við gætum vera að gera allt sem vildum án þess að auka orkuvinnsluna

„Þetta er alrangt og algjörlega ábyrgðarlaust. Margir stjórnmálamenn hafa stukku á þennan vagn. Oft mætti maður halda á umræðunni að það sé verið að virkja persónulega fyrir starfsmenn Landsvirkjunar, við séum með eitthvað virkjanablæti og okkur líði illa ef við erum ekki að virkja. Landsvirkjun mun standa við allar sínar skuldbindingar en við höfum miklar áhyggjur af samfélaginu og höfum haft það í mörg ár. Það hefur verið þannig undanfarin ár að fullt af aðilum hafa haldið því blákalt fram að við þurfum ekki að virkja,“ sagði Hörður.

Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri, Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra og Hörður …
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri, Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka