Íslenskir lögreglumenn fylgdu Isaac alla leið til Gana

Isaac tók þátt í styrktarleik í gær.
Isaac tók þátt í styrktarleik í gær. mbl.is/Óttar

Íslenskir lögreglumenn fylgdu Ganamanninum Isaac Kwateng alla leið til heimalands síns en Isaac var sendur af landi brott í morgun.

Í skriflegu svari Rannveigar Þórisdóttur, sviðsstjóra þjónustusviðs ríkislögreglustjóra, til mbl.is um flutninginn á Isaac segir:

„Við getum staðfest að einstaklingur var fluttur til Gana í nótt. Ekki er hægt að fjalla um einstaka mál en hver flutningur er skipulagður miðað við einstaklingsbundnar aðstæður hverju sinni. Almennt viðmið er að minnsta kosti tveir lögreglumenn sinni fylgd alla leið til heimaríkis.“

Mbl.is leitaði upplýsinga hjá ríkislögreglustjóra um það hvort lögreglumenn fái vildarpunkta hjá Icelandair í slíkum ferðum. Í skriflegu svari Rannveigar segir:

Varðandi fyrirspurn um það hvort starfsmenn fái vildarpunkta í tengslum við þau flug sem þeir fara þá geta þeir, líkt og aðrir starfsmenn hjá íslenska ríkinu, skráð og safnað vildarpunktum vegna þessara og annarra ferða sem þeir fara.“

María Edwardsdóttir, framkvæmdastjóri Þróttar, sagði í samtali við mbl.is í morgun að tveir lögreglumenn hafi sótt Isaac klukkan 5 í morgun og var flogið til Gana í gegnum Amsterdam í Hollandi. Isaac hefur starfað sem vallarstjóri Þróttar undanfarin ár en hann kom hingað til lands árið 2017 og sótti þá um alþjóðlega vernd.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert