Aftur farið að bera á nýnanistaáróðri

Límmiði sem vakti eftirtekt unga mannsins.
Límmiði sem vakti eftirtekt unga mannsins. Ljósmynd/Aðsend

Aftur er farið að bera á límmiðum nýnasistasamtakanna Norðurvígs. Ungur maður á ferð um undirgöng á milli Ásahverfis og íþróttamiðstöðvarinnar Ásgarðs í Garðabæ í kvöld tók eftir límmiða sem búið var að hengja upp til að vekja athygli á léni samtakanna.

Samtökin Norðurvígi eru nýnasistasamtök með tengingar við Norrænu mót­stöðuhreyfinguna sem eru samtök sem náð hafa að hreiðra um sig á stöku stað á Norðurlöndunum.

Ungi maðurinn fann fjóra límmiða frá samtökunum á sama svæði. Einn í undirgöngum, einn á ljósastaur og tvo á grindverki.

Dreift meðal nema

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áróður frá samtökunum lætur á sér kræla. Þannig var hann settur upp í strætóskýli og honum dreift meðal nemenda í Menntaskólanum við Sund fyrir þremur árum. 

Þá sendi Norðurvígi frá sér yfirlýsingu í tengslum við hryðjuverkamálið svokallaða þar sem samtökin sögðust ekki tengjast öfgum eða ofbeldi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka