„En hvernig sem allt fer þá er í þessu til að klára þau verkefni sem mér hafa verið falin og leiða þessa ríkisstjórn allt til enda.“
Þetta sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fer fram á hótel Nordica í dag.
Kvaðst Bjarni enn fá ánægju af stjórnmálunum þrátt fyrir að á móti blási og sagði marga vini sína úr stjórnmálunum segja hann þrífast best í mótbyr.
Lauk hann ræðu sinni með því að vitna í orð Davíðs Oddsonar, fyrrum leiðtoga flokksins, frá 2011 þegar sagt var að flokkurinn væri með vind í fangið.
„Það má vera, en hvað með það? Þetta er pólitískur vindur sem á okkur beljar. Pólitískur vindur lýtur ekki lögmálum Veðurstofunnar. Öflugur flokkur sem ekki hefur svipt sjálfan sig sjálfstraustinu getur annað tveggja siglt vindinn eða breytt vindáttinni sér í hag,” hljóðuðu orð Davíðs á sínum tíma.
„Það er kominn tími til að við látum vinda Sjálfstæðisstefnunnar leika um allt samfélagið,“ sagði Bjarni að lokum.