Ólöf Nordal stefnir á 2. sætið

Ólöf Nordal
Ólöf Nordal

Ólöf Nordal framkvæmdastjóri á Egilsstöðum hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í alþingiskosningum í vor. Ólöf er 39 ára lögfræðingur og MBA. Hún starfaði í samgönguráðuneytinu og á Verðbréfaþingi Íslands á árunum 1996 - 2001. Samhliða því var hún stundakennari í lögfræði við Viðskiptaháskólann á Bifröst og tók þátt í mótun náms í viðskiptalögfræði við skólann og varð í kjölfarið fyrsti deildarstjóri þeirrar deildar.

Eftir lok MBA prófs 2002 hóf Ólöf störf hjá Landsvirkjun sem yfirmaður heildsöluviðskipta og síðar hjá Rafmagnsveitum ríkisins sem yfirmaður sölumála. Ólöf er nú framkvæmdastjóri Orkusölunnar ehf. með aðsetur á Egilsstöðum.

Ólöf hefur gegnt ýmsum félags- og trúnaðarstörfum og er nú formaður Sjálfstæðiskvennafélagsins Auðar á Austurlandi. Hún er gift Tómasi Má Sigurðssyni og eiga þau saman 4 börn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert