Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs, lagði til á landsfundi Samfylkingarinnar í dag að sú grein ályktunar um menntamál, þar sem lagt er til að gengið verði til viðræðna við sveitastjórnaryfirvöld og aðra hlutaðeigandi aðila, um flutning framhaldsskóla til sveitarfélaga verði felld út úr ályktuninni.
Sagði hún viljayfirlýsingar um slíkt vera til en enga formlega samþykkt liggja fyrir. Þá sagði hún ekki telja flokkinn tilbúin í alvarlegar umræður um málið og að hann eigi því að gefa sér næstu fjögur ár í að ræða það betur.