Um næstu helgi ganga 221.368 kjósendur að kjörkössunum til að greiða atkvæði sitt í Alþingiskosningum. Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands hefur nýjum kjósendum fjölgað um 7,7% frá síðustu alþingiskosningum og eru þeir nú 17.132.
Fréttavefur Morgunblaðsins fór á stúfana og tók nokkra í hópi yngstu og elstu kjósenda tali. Fulltrúar beggja aldurshópa virðast vera á því að kosningabaráttan sé tíðindalítil og fjórar ungar konur í próflestri í Reykjavík eru sammála um að kosningabaráttan hafi einfaldlega verið leiðinleg.