Katrín: Líst ekki illa á

Katrín Júlíusdóttir í hópi hinna pólitísku leiðtoga í sjónvarpssal.
Katrín Júlíusdóttir í hópi hinna pólitísku leiðtoga í sjónvarpssal. mbl.is/Kristinn

Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri hreyfingarinnar græns, sagði í Sjónvarpinu eftir að fyrstu tölur voru birtar í kvöld að henni litist vel á fyrstu tölur þrátt fyrir að þær bendi til þess að fylgi fokksins verði ekki jafn mikið og kannanir hafi gefið til kynna.

Katrín sagðist ekki hafa reiknað með meira en 20% fylgi flokksins og að henni sýndist hún hafa verið  nokkuð sannspá. Þá sagði hún stjórnmálamenn vinna kosningar en ekki skoðanakannanir. 

Katrín sagði einnig að umræða síðustu viku kosningabaráttunnar hafi verið snörp og að sennilega hafi hörð barátta í auglýsingum haft áhrif undir það síðasta, ekki síst auglýsingar um eignaskatta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka