Kosið á tvöföldu kjördæmisþingi í Norðausturkjördæmi

Frá þingi framsóknarmanna í NA-kjördæmi.
Frá þingi framsóknarmanna í NA-kjördæmi. mbl.is/Birkir Fanndal

Kosið verður á framboðslista Framsóknarflokksins á tvöföldu kjördæmisþingi í Norðausturkjördæmi. Þetta var ákveðið nú fyrir stundu í starfsnefnd kjördæmaþings flokksins sem kom saman í Mývatnssveit.

Samkvæmt upplýsingum frá Jakobi Björnssyni, sem á sæti í starfsnefnd kjördæmisþingsins, liggur enn ekki fyrir hvenær kosning mun fara fram.

Á venjulegu kjördæmaþingi eru tæplega 200 manns en á tvöföldu kjördæmisþingi er um tvöfalt fleiri fulltrúum leyfilegt að kjósa. 

Bæði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og þingmaðurinn Höskuldur Þórhallsson sækjast eftir fyrsta sæti í kjördæminu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert