Í dag velja Vinstri-græn í Reykjavík í fimm efstu sæti framboðslista síns fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Tíu gefa kost á sér. Þrír gefa kost á sér í 1. sætið.
Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi, gefur kost á sér í 1. sætið.
Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves, gefur kost á sér í 1. sæti
Líf Magneudóttir, grunnskólakennari, gefur kost á sér í 1. sæti
Birna Magnúsdóttir, fulltrúi hjá Strætó bs., gefur kost á sér í 2.-5. sæti
Elín Oddný Sigurðardóttir, félagsfræðingur, gefur kost á sér í 2.-3. sæti
Gísli Garðarsson, háskólanemi, gefur kost á sér í 3. sæti
Hermann Valsson, lýðheilsufræðingur og íþróttakennari, gefur kost á sér í 3.-4. sæti
Ragnar Karl Jóhansson, uppeldis- og tómstundafræðingur, gefur kost á sér í 3.-5. sæti.
Eyrún Eyþórsdóttir, lögreglukona, gefur kost á sér í 3.-5. sæti.
Ragnar Auðun Árnason, framhaldsskólanemi, gefur kost á sér í 4.-5. sæti.
Kjörstjórn skipa Sjöfn Ingólfsdóttir, formaður, Álfheiður Ingadóttir, Auður Alfífa Ketilsdóttir, Steinn Harðarson og Stefán Pálsson.
Sjá nánar á vg.is.