Kristín leiðir Sjálfstæðismenn í Snæfellsbæ

Framboðslissti Sjálfstæðismanna í Snæfellsbæ í sveitastjórnarkosningunum 2014.
Framboðslissti Sjálfstæðismanna í Snæfellsbæ í sveitastjórnarkosningunum 2014. Ljósmynd/Alfons Finnsson

Framboðslisti D-listans í Snæfellsbæ fyrir bæjarstjórnarkosningarnar þann 31. maí var samþykktur samhljóða á fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Snæfellsbæ í dag. 

Þrír af fjórum bæjarfulltrúum gefa kost á sér áfram til forystu og leiðir Kristín Björg Árnadóttir, verkefnastjóri listann. Kristinn Jónasson er bæjarstjóraefni D-listans en hann hefur verið bæjarstjóri Snæfellsbæjar síðan árið 1998 eða í 16 ár.

Listinn er skipaður sem hér segir:

  1. Kristín Björg Árnadóttir, verkefnastjóri
  2. Kristjana Hermannsdóttir skrifstofumaður
  3. Björn Hilmarsson útibússtjóri
  4. Rögnvaldur Ólafsson skrifstofumaður
  5. Júníana Björg Óttarsdóttir verslunarstjóri
  6. Örvar Már Marteinsson sjómaður
  7. Brynja Mjöll Ólafsdóttir íþróttakennari
  8. Þórunn Hilma Svavarsdóttir Poulsen bóndi
  9. Anton Ragnarsson skipstjóri
  10. June Beverley Scholtz fiskvinnslukona
  11. Illugi Jens Jónasson skipstjóri
  12. Þóra Olsen fiskmatsmaður
  13. Jón Kristinn Ásmundsson hótelstjóri
  14. Jón Þór Lúðvíksson bakarameistari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert