Metið frá 2010 hugsanlega slegið

Kosningaþátttaka í ár gæti farið niður fyrir 70%.
Kosningaþátttaka í ár gæti farið niður fyrir 70%. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kosningaþátttaka í síðustu sveitarstjórnarkosningum var um 73%, sem var lélegasta þátttaka frá upphafi. Miðað við tölur um kosningaþátttöku í Reykjavík í kvöld er útlit fyrir að þetta met verði slegið.

Kosningaþátttaka í sveitarstjórnarkosningum á landsvísu var jafnan 85-87% fram yfir árið 1980. Í kosningunum 1986 og 1990 fór hún niður í 82%. Kosningaþátttakan hækkaði 1994 og fór þá upp fyrir 86%. Síðan hefur dregið úr kosningaþátttöku. Hún var 83,2% árið 2002, 78,7% 2006 og 73,5% árið 2010.

Á vef Reykjavíkurborgar eru birtar tölur um kosningaþátttöku þessum kosningum í samanburði við fyrri kosningar og bendir allt til að kosningaþátttaka í þessum kosningum verði sú versta frá upphafi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Heimir Lárusson Fjeldsted: Ræs
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert