Meirihlutaviðræður hafnar í Kópavogi

Ármann Kr. Ólafsson og Hulda Guðrún Pálsdóttir
Ármann Kr. Ólafsson og Hulda Guðrún Pálsdóttir Eggert Jóhannesson

Sjálfstæðisflokkurinn hefur óskað eftir að eiga viðræður við Bjarta framtíð um myndun meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs, að því er heimildir Kópavosgfrétta herma. Formlegar viðræður Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar, hefjast í dag.

Sjálfstæðisflokkurinn, sem bætti við sig manni og fékk fimm menn kjörna í bæjarstjórn, getur valið á milli Bjartrar framtíðar, Framsóknarflokks og Vinstri-grænna og félagshyggjufólks um myndun meirihluta í Kópavogi.

Fyrirfram var búist við að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur héldu meirihlutasamstarfi áfram en af því verður ekki, að því er heimildir Kópavogsfrétta herma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert