Guðni Th. með 37,2% á landsvísu

Staðan þegar tæplega 53% atkvæða höfðu verið talin um kl. …
Staðan þegar tæplega 53% atkvæða höfðu verið talin um kl. 4.35 í nótt.

Guðni Th. Jóhannesson er með afgerandi forystu í forsetakosningunum á landsvísu, 37,2% fylgi, þegar tæplega 53% atkvæða hafa verið talin.

Guðni hefur fengið 47.316 þeirra 129.240 atkvæða sem höfðu verið talin um kl. 4.35 í nótt. Halla Tómasdóttir hafði þá fengið 37.303 atkvæði eða 29,3%.

Andri Snær Magnason er með 19.044 atkvæði eða 15% fylgi og Davíð Oddsson með 17.188 atkvæði eða 13,5% fylgi. Þá er Sturla Jónsson með 3,6% fylgi, 4.635 atkvæði. Aðrir frambjóðendur eru með undir 1% fylgi.

Samtals eru auð og ógild atkvæði, þegar rúmur helmingur allra atkvæða hefur verið talinn, 1.967 talsins. 

Talningu er lokið í einu kjördæmi, Reykjavíkurkjördæmi norður. Þar var kjörsókn yfir 75%. Enn á eftir að skýrast hver kjörsóknin var í öðrum kjördæmum.

mbl.is studdist við tölur sem birtar eru á RÚV.is við skrif þessarar fréttar. Beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu lauk um kl. 4 í nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert