Halla sterk í Suðurkjördæmi

Staðan kl. 2.20 í nótt í Suðurkjördæmi.
Staðan kl. 2.20 í nótt í Suðurkjördæmi.

Þegar 12.594 atkvæði hafa verið talin í Suðurkjördæmi er Guðni Th. Jóhannesson með 4.426 atkvæði eða 35,14% fylgi og Halla Tómasdóttir með 4.276 atkvæði eða 33,95%.

Davíð Oddsson er með 15,1% og Andri Snær Magnason með tæplega 7,5%. Sturla Jónsson hefur fengið 5,38% atkvæða í kjördæminu.

Auðir og ógildir seðlar eru 184 og jafngildir það 1,46% atkvæða.

Þessi staða breytir litlu um fylgi frambjóðenda á landsvísu. Samkvæmt greiningu RÚV er Guðni nú kominn með 38,5% atkvæða og Halla er með 29,4%.

Í fréttaskýringu á vef RÚV kemur fram að Andri Snær Magnason sé sá forsetaframbjóðendanna sem á misjöfnustu gengi að fagna eftir landshlutum. Hann sækir mest fylgi sitt á höfuðborgarsvæðið. 

Davíð Oddsson á nokkuð jöfnu fylgi að fagna. 

Halla Tómasdóttir sækir meira fylgi til landsbyggðarkjördæmanna heldur en fjölmennu kjördæmanna á höfuðborgarsvæðinu. 

Guðni hefur fengið mest fylgi í öllum sex kjördæmunum. 

Sjá fréttaskýringu RÚV í heild hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert