Lokatölur í Reykjavík norður

Lokatölur í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Lokatölur í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Lokatölur hafa verið birtar í forsetakosningunum í Reykjavíkurkjördæmi norður. Samkvæmt þeim er Guðni Th. Jóhannesson með 35,4% fylgi og Halla Tómasdóttir með 21,6% fylgi. Er þá miðað við að tekið sé tillit til auðra og ógildra seðla sem voru 552 eða 1,62%. Sé ekki tekið tillit til þeirra er Guðni Th. með 36% fylgi og Halla með 22%.

Andri Snær Magnason hlaut 23,4% atkvæða í kjördæminu og Davíð Oddsson 12,7%.

Sturla Jónsson hlaut 3,36% atkvæða og Elísabet Jökulsdóttir 1,2% eða 408 atkvæði. Aðrir frambjóðendur voru með innan við 1% fylgi.

Á kjörskrá voru 45.850 manns. Atkvæði greiddu 34.050. Kjörsókn er því um 75,1%.

Þegar búið var að telja 46,7% atkvæða er Guðni með 37,9% fylgi á landsvísu en Halla 29,9%.

Það er nokkuð önnur staða en skoðanakannanir bentu til síðustu daga. Í könnun Félagsvísindastofnunar sem birt var á fimmtudag var Guðni með 48,2% fylgi en Halla 17,1%. Í könnun Gallup sem birt var á föstudag var Guðni með 44,6% fylgi og Halla með 18,6%.

„Það er eins og það hafi orðið ein­hver til­færsla á milli Guðna og Höllu á síðustu dög­um,“ sagði Grét­ar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, við mbl.is fyrr í kvöld. „Það stend­ur upp úr að Halla hef­ur náð mik­illi sigl­ingu í lok­in.“

Frétt mbl.is: Taktíkin hjá Guðna ekki gengið upp

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert