Lokatölur í Suðvesturkjördæmi

Andri Snær, Davíð Oddsson, Guðni Th. Jóhannesson og Halla Tómasdóttir …
Andri Snær, Davíð Oddsson, Guðni Th. Jóhannesson og Halla Tómasdóttir í kappræðum RÚV á föstudagskvöldið. mbl.is/Árni Sæberg

Lokatölur hafa verið birtar í Suðvesturkjördæmi. Samkvæmt þeim var kjörsókn um 77%. Guðni fékk 39,9% atkvæða í kjördæminu.

Samkvæmt tölum sem lesnar voru upp í útsendingu Rásar 2 nú kl. 5.45 fékk Halla Tómasdóttir 29,9% fylgi í kjördæminu, Davíð Oddsson 13,9% og Andri Snær Magnason 12,9%.

Á landsvísu er fylgi Guðna Th. nú um 38,7% þegar rúmlega 60% atkvæða hafa verið talin. 56.182 atkvæði hafa þegar komið í hans hlut.

Halla er með 28,7% fylgi á landsvísu, samkvæmt nýjustu tölum sem birtar hafa verið á kosningavef Ríkisútvarpsins.

Andri Snær hefur fengið 14,1% atkvæða og Davíð Oddsson 13,6%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert