Sjálfstæðisflokkurinn með 26,2% fylgi

Könnunin var tekin dagana 30. júní til 26. júlí á …
Könnunin var tekin dagana 30. júní til 26. júlí á netinu. Heildarúrtaksstærð var 5.734 og þátttökuhlutfall var 54,0% mbl.is/Ómar Óskarsson

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi í nýrri skoðanakönnun Þjóðarpúls Gallup eða 26,2%. Píratar eru með 25,3% fylgi en það minnkar um tæplega þrjú prósentustig milli mánaða.

Í tilkynningu Gallup kemur fram að aðrar breytingar á fylgi flokka séu tólfræðilega ómarktækar.

Spurt var: Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa? En hvaða flokkur yrði líklegast fyrir valinu? Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna? Styður þú ríkisstjórnina? Könnunin var tekin dagana 30. júní til 26. júlí á netinu. Heildarúrtaksstærð var 5.734 og þátttökuhlutfall 54,0%.

16,8% segjast myndu kjósa Vinstri-græn, sem er tveimur prósentum meira en í síðasta mánuði.

Framsóknarlokkurinn er með 9,9%, Viðreisn 9,0%, Samfylkingin 8,0% og Björt framtíð 4,2% en tæplega 1% sagðist ætla að kjósa aðra flokka/framboð. 

Rúmlega 10% tóku ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp og 7% svarenda segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosið yrði til Alþingis í dag.

Stuðningur við ríkisstjórnina er nánast óbreyttur frá síðustu mælingu en rösklega 37% segjast styðja ríkisstjórnina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert