Fylgi við Framsókn eykst

Forysta Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Eygló Harðardóttir og Sigurður Ingi …
Forysta Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Eygló Harðardóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson. mbl.is/Árni Sæberg

Fylgi Framsóknarflokksins mælist 12,2% nú, borið saman við 10,6% í könnun MMR sem lauk 29. ágúst. Píratar eru með mest fylgi eða 21,6% í nýrri könnun MMR sem birt var í dag.

Samkvæmt nýrri könnun MMR mælist Sjálfstæðisflokkurinn með20,6% fylgi og hefur fylgi flokksins og Pírata dalað lítillega frá síðustu könnun (þó innan vikmarka).

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist 31,5%, sem er lægsta mæling síðan í apríl.

Viðreisn mældist með 12,3% fylgi sem mesta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með hingað til og er til að mynda 3,5 prósentustigum hærra en í könnun sem lauk 29. ágúst síðastliðinn.

Fylgi Vinstri-grænna mældist 11,5% nú, borið saman við 12,4% í könnun sem lauk 29. ágúst.
Samfylkingin mældist með 9,3% fylgi og mældist með 9,1% fylgi í könnun sem lauk 29. ágúst.

Björt framtíð mældist með 4,9% fylgi, sem er hæsta mæling síðan í könnun sem lauk 20. maí á þessu ári, en flokkurinn mældist með 4,5% fylgi í könnun sem lauk þann 29. ágúst. Fylgi annarra flokka mældist um og undir 2%. Íslenska þjóðfylkingin er með 2,3% og Dögun 2,1%

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert