Gefur kost á sér sem ritari Framsóknarflokksins

Jón Björn Hákonarson.
Jón Björn Hákonarson.

Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og oddviti Framsóknarmanna í Fjarðabyggð, tilkynnti í dag að hann gefi kost á sér í embætti ritara Framsóknarflokksins á flokksþinginu sem haldið verður dagana 1-2. október næstkomandi.

Jón Björn hefur verið forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð frá árinu 2010 ásamt því að sitja í ýmsum nefndum og ráðum á vegum sveitarfélagsins og á samstarfsvettvangi sveitarfélaganna á Austurlandi í gegnum tíðina. 

Í fréttatilkynningu frá Jóni Birni segir að áherslumál hans í tengslum við framboðið til ritara verði að efla enn frekar starf framsóknarfélaganna á landsvísu, með áherslu á að tengja betur starf milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. Þá vilji hann auka þátttöku grasrótarinnar í starfi flokksins og efla þátttöku ungs fólks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert