Vilja umboð fram í nóvember

Norðurlandaráðsþing í Reykjavík 2015
Norðurlandaráðsþing í Reykjavík 2015 mbl.is/Árni Sæberg

Fimm af sjö þingmönnum í Íslandsdeild Norðurlandaráðs verða ekki í kjöri eða eru ekki í öruggum sætum í komandi kosningum. Þeir missa því umboð sitt sem alþingismenn á kjördag 29. október.

Þeir geta því ekki að óbreyttu sótt þing Norðurlandaráðs sem hefst í Kaupmannahöfn þriðjudaginn 1. nóvember næstkomandi og stendur út vikuna. Til að bregðast við þessu hafa þingmennirnir flutt á Alþingi frumvarp til breytingar á lögum um þingsköp Alþingis.

Samkvæmt frumvarpinu munu þeir halda umboði sínu fram yfir kosningar til Alþingis og þar til ný Íslandsdeild hefur verið skipuð. Af sjö varamönnum í Íslandsdeildinni er líklegt að að minnsta kosti fjórir nái kjöri til Alþingis. Þingmennirnir sem leggja frumvarpið fram eru Höskuldur Þórhallsson, Elín Hirst, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, Róbert Marshall, Steingrímur J. Sigfússon og Vigdís Hauksdóttir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert