8.708 fleiri kjósendur en árið 2013

Kjósendur sem ganga að kjörborðinu 29. október nk. verða 8.708 fleiri en þeir voru við alþingiskosningarnar árið 2013.

Í umfjöllun Þjóðskrár er bent á að sveitarstjórnir semja kjörskrár eftir kjörskrárstofnum sem Þjóðskrá lætur þeim í té. Á stofnum þeim sem hún hefur nú unnið vegna kosninganna 29. október eru 246.515 kjósendur og er fjöldi karla og kvenna svo til jafn.

Konur eru 123.627 en karlar 122.888. Við alþingiskosningarnar 27. apríl 2013 voru hins vegar 237.807 kjósendur á kjörskrá og nemur fjölgunin 8.708 eða 3,7%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert