„Óþægileg afstaða“

Frá fundi formanna stjórnarandstöðuflokkanna.
Frá fundi formanna stjórnarandstöðuflokkanna. mbl.is/Golli

„Um leið og rykið sest og nýtt fólk verður í ríkisstjórn eigum við von á að öðruvísi verði horft á málin,“ sagði Pétur Örn Sverrisson, lögmaður tveggja fjárfestingarsjóða sem eiga aflandskrónueignir á Íslandi, í Financial Times í gær.

Fjallað var um frétt FT á mbl.is í gærmorgun - Erlendir krónueigendur bíða eftir kosningum

Í fréttinni kemur fram að von fjárfestingarsjóðanna sé sú að hægt verði að endursemja um betri kjör en þau sem nú standa til boða við nýja ríkisstjórn, þ.e. ef Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur eiga ekki sæti í stjórninni. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ekki hafi farið fram nein samræða um breytt kjör til sjóðanna frá síðasta útboði.

„Það eina sem mér dettur í hug er að veik margra flokka ríkisstjórn gefi sjóðunum von um að einhvers konar hræðsluáróður gæti fælt menn til að endurskoða þá afstöðu sem verið er að fylgja,“ segir Bjarni í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segir afstöðu sjóðanna óþægilega. Hún komi í sjálfu sér ekki á óvart.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK