32.410 atkvæði komin í hús

Ljósmyndari náði mynd af kjósanda sem hljóp í Perluna á …
Ljósmyndari náði mynd af kjósanda sem hljóp í Perluna á síðustu mínútu utankjörfundaratkvæðagreiðslunnar í kvöld. Eggert Jóhannesson

Heildarfjöldi utankjörfundaratkvæða sem greidd hafa verið á kjörstöðum eða borist aðsend til kjörstjórnar er í heildina 32.410 talsins á landinu öllu. Þetta staðfestir Bergþóra Sig­munds­dótt­ir, sviðstjóri þing­lýs­inga og leyf­a­sviðs hjá Sýslu­mann­in­um á höfuðborg­ar­svæðinu, í samtali við mbl.is.

Hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu voru samtals 19.201 búnir að kjósa á kjörstað, þar af 3.759 í dag. Til viðbótar höfðu borist 2.913 aðsend atkvæði. Samtals fjöldi atkvæða í höfuðborginni voru því 22.115.

Mikill fjöldi mætti í dag og kaus.
Mikill fjöldi mætti í dag og kaus. Eggert Jóhannesson
Að talningu lokinni var farið með kjörkassana á brott.
Að talningu lokinni var farið með kjörkassana á brott. Eggert Jóhannesson



Bergþóra segir að í alþingiskosningunum 2013 hafi 16.257 verið búnir að kjósa hjá Sýslumanninum í Reykjavík samanborið við 19.201 núna hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.

Á móti komi að embættin á höfuðborgarsvæðinu hafa verið sameinuð síðan þá og segir hún að líklega sé fjöldinn örlítið minni í ár en fyrir rúmlega þremur árum. Í forsetakjörinu í sumar var tala þeirra sem höfðu kosið hjá sýslumanninum utankjörfundar samtals 15.829.

Kjörkassarnir teknir úr Perlunni.
Kjörkassarnir teknir úr Perlunni. Eggert Jóhannesson
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert