Bregðast ekki við fyrstu tölum í sjónvarpssal

Forystumenn stjórnmálaflokkanna verða ekki staddir í sjónvarpssal Ríkisútvarpsins þegar fyrstu tölur berast um klukkan tíu annað kvöld eins og verið hefur til þessa. Þess í stað verða þeir staddir á kosningavökum flokka sinna þar sem þeir bregðast við tölunum.

Þetta staðfestir Heiðar Örn Sigurfinnsson, umsjónarmaður kosningasjónvarps Ríkisútvarpsins, í samtali við mbl.is. Þess í stað komi forystumennirnir í sjónvarpssal í kringum klukkan eitt. Heiðar segir að forystumenn flokkanna, allavega sumir þeirra, hafi óskað eftir því að minna umfang yrði á veru þeirra í sjónvarpssal. „Þannig að við erum bara að gera þetta að þeirra ósk.“

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að samkomulag hefði náðst um að forystumenn flokkanna gætu verið með fólkinu sínu þegar fyrstu tölur kæmu. „Þetta snýst bara um það að við séum ekki föst í Ríkisútvarpinu meira eða minna allt kvöldið.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert