Verður ekki afgreitt fyrir kosningar

Jón Gunnarsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Jón Gunnarsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vegna andstöðu samstarfsflokka okkar í ríkisstjórn og þingmanna VG fékkst málið ekki afgreitt í vor. Ég lagði því málið fram að nýju nú í september en úr þessu fæst það ekki afgreitt fyrir kosningar.“

Þetta segir Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, á Facebook-síðu sinni um frumvarp sem hann lagði fram fyrr á árinu um að afnema þá lagaskyldu sem hvílir á Reykjavíkurborg að fjölga borgarfulltrúum úr 15 í að minnsta kosti 23 við sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara næsta vor.

„Ef við Sjálfstæðismenn verðum í ríkisstjórn eftir kosningar verður lögð áhersla á að ljúka þessu máli þannig að hægt verði að koma í veg fyrir sjálfvirka fjölgun borgarfulltrúa á næsta kjörtímabili þannig að Reykjavíkurborg getur sjálf vegið og metið kosti og galla þess að fjölga borgarfulltrúum m.a. út frá mati á áhrifum þess á fjárhag borgarinnar. Frumvarpið er hins vegar hlutlaust gagnvart því hvaða leið sé rétt að fara í því efni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert