Kristján tekur fram úr Steingrími

Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig fylgi samkvæmt nýjustu tölum í Norðausturkjördæmi og á Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sætaskipti við Steingrím J. Sigfússon, þingmann Vinstri grænna, með að vera fyrsti þingmaður kjördæmisns.

Engin breyting er á fjölda þingsæta milli flokka eftir nýjustu tölur, en Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn, Samfylkingin og Miðflokkurinn ná allir tveimur þingmönnum. Framsóknarflokkurinn nær einum þingmanni og Píratar einum jöfnunarþingmanni.

Flokkur fólksins, Viðreisn, Björt framtíð og Alþýðufylkingin ná hins vegar ekki þingmönnum samkvæmt þessum tölum.

Búið er að telja 9.000 atkvæði, en á kjörskrá eru 29.618 manns.

Staðan samkvæmt nýjustu tölum.
Staðan samkvæmt nýjustu tölum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert