Enn lausir endar í ráðherrakaplinum

Formenn allra flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi, að Miðflokki …
Formenn allra flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi, að Miðflokki undandskildum, hittust í hádeginu í gær til að ræða möguleikana við fjárlagagerð. mbl.is/​Hari

Málefnasamningur tilvonandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Framsóknarflokksins er klár.

Næstu daga munu formenn flokkanna ákveða ráðuneytaskiptingu en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er gert ráð fyrir því að Vinstri græn og Framsókn fái þrjú ráðuneyti og Sjálfstæðisflokkurinn fimm. Enn á þó eftir að hnýta lausa enda í þessu efni og fastsetja hversu mörg embætti koma í hlut hvers flokks fyrir sig.

Ekkert hefur fengist uppgefið um ráðherraskipan, skiptingu ráðuneyta eða hver verður forseti Alþingis, að því er fram kemur í umfjöllun um stjórnarmyndunarviðræðurnar í Morgunblaðinu í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að ráðherraskipan hafi verið rædd síðustu daga og að niðurstaðan verði kynnt síðar í vikunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert