Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, var kosinn í framkvæmdastjórn flokksins á rafrænum aðalfundi Pírata sem fram fór um helgina.
Helgi Hrafn hafði áður gefið út að hann hygðist ekki bjóða sig fram í komandi kosningum en snúa sér að stefnumótun innan flokksins í þess stað. „Ég er mjög spenntur fyrir því að fara í praktískara hlutverk þar sem spurningarnar eru meira praktískar en kannski minna af rökræðum,“ segir Helgi léttur.
Ásamt honum sitja í framkvæmdastjórn þau Björn Þór Jóhannesson og Gamithra Marga, en þau sátu áður í framkvæmdastjórninni. Það var einungis kosið um eitt sæti í ár þar sem stjórninni er aldrei skipt út allri í einu, svo að stofnanalega minnið glatist ekki, að sögn Helga. Hann segir mikil tækifæri felast í nýju skipulagi á starfinu:
„Við erum nýkomin með þetta skipulag sem við erum með núna svo það eru rosalega mörg tækifæri til að prófa sig í umbótum á innra starfinu. Hlutverkin eru orðin dreifðari og nákvæmari,“ segir hann.
Í framboði til framkvæmdastjórnar voru einnig:
Rúnar Gunnarsson, Kristrún Ýr Einarsdóttir, Jón Arnar Magnússon, Halldór Haraldsson og Tinna Helgadóttir.
Þá var kosið um tvö sæti í stefnu- og málefnanefnd Pírata, fimm sæti í úrskurðarnefnd Pírata og eitt sæti í fjármálaráð Pírata.
Stefnu- og málefnanefnd:
Svafar Helgason
Pétur Óli Þorvaldsson
Úrskurðarnefnd:
Annie Marín Vestfjörð G.
Kristján Gísli Stefánsson
Kristrún Ýr Einarsdóttir
Jón Grétar Leví Jónsson
Halldór Haraldsson
Fjármálaráð:
Stefán Örvar Sigmundsson