Píratar tilbúnir að styðja minnihlutastjórn

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. mbl.is/Hari

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir flokkinn vera tilbúinn til að styðja minnihlutastjórn Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar.

„Það er kannski tími til kominn til að líta til fjölbreyttari stjórnarforma og fjölbreyttari stjórnarhátta heldur en við höfum gert áður til þess að takast á við nýja tíma í pólitík og við erum alla vega tilbúin til að leggja okkar af mörkum,” sagði hún í Silfrinu.

Með því að styðja minnihlutastjórn gera Píratar ekki kröfu um að vera í ríkisstjórn, þó svo að það komi líka til greina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka