Fréttir vikunnar


ÍÞRÓTTIR Knattspyrnudeild Tindastóls hefur fengið til sín finnska miðjumanninn Annika Haanpää mun hún leika með liðinu á tímabilinu sem er nýhafið.
INNLENT Líklegt þykir að kínverska fyrirtækið ByteDance selji dótturfyrirtækið sitt TikTok þegar lög um um þvingun sölu samfélagsmiðilsins verða undirrituð af Bandaríkjaforseta seinna í dag. Mun það þó líklega ekki hafa mikil áhrif á notendur forritsins.
INNLENT „Ég er alsæll með að þetta sé í höfn,“ segir Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi.
INNLENT Tveir menn voru handteknir í Vesturbæjarlaug í vetur þar sem þeir voru að mynda aðra gesti sundlaugarinnar.
INNLENT Á morgun, sumardaginn fyrsta, fjalla þær Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir, um bækur fyrir og eftir konur sem kallaðar hafa verið ýmsum nöfnum á síðustu árum. Viðburðurinn verður í Bókasafni Kópavogs.
ÍÞRÓTTIR Valgarð Reinhardsson náði bestum árangri Íslendinganna fimm á fyrsta hluta undankeppninnar á EM karla í fimleikum í Rimini á Ítalíu í dag.
INNLENT Landsvirkjun telur að heimild Umhverfisstofnunar fyrir Hvammsvirkjun og að leyfi Fiskistofu standist lög.
INNLENT Farþegi og ökumaður voru í bíl sem lenti utan Eyjafjarðarbrautar eystri, skammt norðan við Laugaland, skömmu eftir klukkan 13 í dag.
INNLENT Alvarlegt sjóatvik varð skammt frá Viðey skömmu eftir að skemmtiferðaskip með fimm þúsund manns innanborðs lagði úr höfn í Reykjavík þann 26. maí árið 2023.
ÍÞRÓTTIR Opnað var fyr­ir fé­laga­skipt­in í ís­lenska fót­bolt­an­um fimmtudaginn 1. febrúar en fé­laga­skipta­glugg­inn í efstu deildum karla og kvenna verður opinn þar til annað kvöld, 24. apríl.

Markahrókurinn ekki með

(1 hour, 9 minutes)
ÍÞRÓTTIR Norski knattspyrnumaðurinn Erling Haaland, sóknarmaður Manchester City, getur ekki tekið þátt í leik liðsins gegn Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld vegna meiðsla.
ICELAND The board of Þórkatla real estate company has now approved the purchase of 263 properties in Grindavík and the owners of the properties concerned have received confirmation of approval. The approved applications have been sent to the purchase agreement which can take up to ten working days.
200 Á alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni í Barselóna í dag undirrituðu Freyr Friðriksson, forstjóri KAPP ehf., og Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, samning um kaup á OptimICE krapavélar frá KAPP sem komið verður fyrir um borð í skipunum Akurey AK-10 og Viðey RE-50.
ÍÞRÓTTIR Opnað var fyr­ir fé­laga­skipt­in í ís­lenska fót­bolt­an­um fimmtudaginn 1. febrúar en fé­laga­skipta­glugg­inn í efstu deildum karla og kvenna verður opinn þar til á miðnætti í kvöld, miðvikudagskvöldið 24. apríl.

Steinunn Ólína hjólar í Katrínu

(1 hour, 27 minutes)
INNLENT Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaframbjóðandi skýtur föstum skotum á Katrínu Jakobsdóttur forsetaframbjóðanda í myndbandi á facebook. Segir hún að frumvarp um fiskeldi hafi valdið því að Katrín hafi farið í forsetaframboð.
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur tilkynnt um breytingar á leikvöllum í Bestu deild kvenna vegna vallaraðstæðna.

Björguðu bát í vanda

(1 hour, 42 minutes)
200 Klukkan eitt í dag var björgunarskipið Hafbjörg í Neskaupstað kallað út vegna lítils fiskibáts sem hafði misst vélarafl. Báturinn var þá staddur í mynni Seyðisfjarðar og rak hægt til suðurs.
INNLENT Óskað var eftir aðstoð þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar á öðrum tímanum í dag vegna vélsleðaslyss í Flateyjardal á Norðurlandi. Var þyrlan kölluð út á mesta forgangi.
ÍÞRÓTTIR Enska knattspyrnufélagið Wolverhampton Wanderers hefur fundið sig tilknúið að vísa orðrómi um að tveir leikmenn úrvalsdeildarfélags sem voru handteknir grunaðir um nauðgun séu leikmenn Úlfanna.
INNLENT Stjórn Þórkötlu hefur nú samþykkt kaup á 263 fasteignum í Grindavík og hafa eigendur viðkomandi fasteigna fengið staðfestingu þess efnis. Samþykktar umsóknir hafa verið sendar í kaupsamningsgerð sem getur tekið allt að tíu virka daga.
INNLENT Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur lokað Eyjafjarðarbraut eystri milli Tjarnarlands og Miðbrautar vegna rannsóknar á umferðarslysi.
INNLENT „Það þarf að vinna mikinn fjölda upp og þegar færri börn fá bólusetningar þá minnkar allsherjarvörnin og þá sjáum við sjúkdóma fara aftur á stjá sem annars hefði verið haldið í skefjum með víðtækri bólusetningu.“
SMARTLAND Kjóllinn var eins og rjómaterta og kórónan stærri en kórónur sem kóngafólk gengur með.

Hljóp á snærið hjá Haukum

(2 hours, 15 minutes)
ÍÞRÓTTIR Karlalið Hauka í knattspyrnu hefur fengið tvo uppalda leikmenn til liðs við félagið frá félögum sem leika í Bestu deildinni.
INNLENT Héraðsdómur Reykjaness hefur sakfellt Jóhann Jónas Ingólfsson fyrir hættubrot og brot gegn lögum um brunavarnir og var hann dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi.
ERLENT Fæðuöryggismál horfðu til verri vegar í heiminum árið 2023 miðað við árin á undan, en í fyrra þjáðust 282 milljónir manns í heiminum af bráðu hungri eftir því sem nokkrar stofnanir og þróunarhópar á vegum Sameinuðu þjóðanna áætla.
INNLENT „Sumir fá svör um að þeir séu númer átta eða tíu í röðinni en samt hafa þeir ekki enn fengið greitt. Þetta átti að fara eftir röð.“

Beitir kominn aftur í HK

(2 hours, 37 minutes)
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnumarkvörðurinn reyndi Beitir Ólafsson er genginn til liðs við uppeldisfélagið sitt, HK.
VIÐSKIPTI Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing tapaði 343 milljónum Bandaríkjadala, eða tæplega 50 milljörðum króna, á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta er þó minna tap en félagið skilaði á sama tíma í fyrra þegar það tapaði 414 milljónum dala.

Bjórdeila fer fyrir Hæstarétt

(2 hours, 52 minutes)
INNLENT Hæstiréttur Íslands hefur veitt Dista ehf. áfrýjunarleyfi í máli fyrirtækisins gegn ÁTVR. Málið snýst um ákvörðun ÁTVR um að hætta sölu á Faxe Wit­bier og Faxe IPA í hálfs­lítra dós­um.
200 „Básinn okkar hefur alltaf verið vel sóttur og hann er á áberandi stað, þannig að við erum vel í sveit sett á allan hátt,“ segir Steinn Símonarson, aðstoðarframkvæmdastjóri Ice Fresh Seafood, í færslu á vef Samherja.

19 ára dvöl senn á enda

(2 hours, 53 minutes)
ÍÞRÓTTIR Spænski knattspyrnumaðurinn Iker Muniain yfirgefur herbúðir Athletic Bilbao í sumar þegar samningur hans við félagið rennur út. Þá lýkur 19 ára dvöl hans hjá Bilbao.
MATUR „Eldum rétt hefur auðvitað tekið stökkbreytingu á þessum áratug sem hefur liðið, stækkað og þróast, umfangið er náttúrulega allt annað en það var hér áður fyrr. Fyrst voru þetta auðvitað bara nokkrir viðskiptavinir en í dag er hópurinn stór.“

„Þau eru snarklikkuð“

(3 hours, 7 minutes)
FJÖLSKYLDAN Hátt í 3000 ungmenni mættu í tveimur hollum í útgáfupartý bókarinnar LÆK í Hafnarfirði á Thorsplani í morgun, fyrst miðstig og svo unglingastig grunnskólanna í Hafnarfirði. Þau fögnuðu bókinni sem þau tóku þátt í að skrifa og dönsuðu með strákunum í VÆB. Útgáfupartýið er eitt það stærsta sem haldið hefur verið hér á landi.

Nergård veðjar á þorskeldi

(3 hours, 12 minutes)
200 Norska útgerðarfélagið Nergård hefur ákveðið að festa kaup á 15% hlut í norska fiskeldisfyrirtækinu KIME Akva sem sérhæfir sig í eldi á þorski.

Landsliðskonan áfram í Garðabæ

(3 hours, 15 minutes)
ÍÞRÓTTIR Eva Björk Davíðsdóttir, landsliðskona í handknattleik, hefur skrifað undir nýjan samning við handknattleiksdeild Stjörnunnar, sem gildir til sumarsins 2026.

Löng biðröð á sýningu Gyrðis

(3 hours, 27 minutes)
INNLENT „Þessar viðtökur voru mjög ánægjulegar,“ segir Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson bókaútgefandi með meiru.
INNLENT Árshátíð ríkislögreglustjóra verður haldin í Prag í Tékklandi þetta árið. Ef fer sem stefnir þá mun heildarkostnaður embættisins vera 13,5 milljónir króna.
INNLENT „Staðan á vellinum er bara mjög góð þegar á heildina er litið,“ segir Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur, í samtali við mbl.is um ástand golfvallarins þar í bænum sem – eins og fleiri svæði þar – hefur mátt þola ýmislegt í vetur.

Ólafur Karl aftur til Vals

(3 hours, 38 minutes)
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnumaðurinn Ólafur Karl Finsen hefur fengið félagaskipti til Vals áður en félagaskiptaglugganum hér á landi verður lokað í dag.
200 Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) komst í dag að þeirri niðurstöðu að leyfi sem stjórnvöld veittu til hvalveiða árið 2023 brjóti ekki í bága við ákvæði EES-samningsins.
200 Óvænt hefur verið upplýst að flak vopnaða kaupskipsins HMS Rajputana er að finna á öðrum stað en talið var. Skipið fórst vestur af Snæfellsnesi 14. apríl 1941 eftir að hafa orðið fyrir tundurskeyti þýska kafbátsins U-108.

Fyrsta tilboði Liverpool hafnað

(3 hours, 59 minutes)
ÍÞRÓTTIR Hollenska knattspyrnufélagið Feyenoord hefur hafnað fyrsta tilboði enska félagsins Liverpool í hollenska knattspyrnustjórann Arne Slot.
ERLENT Yfirvöld í Frakklandi hafa aflýst mörg hundruð flugferðum á frönskum flugvöllum í dag þrátt fyrir að helstu stéttarfélög flugumferðarstjóra landsins hafi fallið frá boðun um eins dags verkfall eftir að hafa gert samning um launahækkanir.

Nýr leikskóli rís í Hamranesi

(4 hours, 5 minutes)
INNLENT Framkvæmdir eru hafnar við byggingu sex deilda leikskóla við Áshamar 9 í Hamraneshverfi í Hafnarfirði.
SMARTLAND „Þetta er frábær hátíð sem grípur svo vel tíðarandann og er bara almennt mjög skemmtileg afþreying sem allir ættu að kynna sér,“ segir Auður Gná.
INNLENT „Það er dýrt að reka slökkvilið og þetta snýst um öryggi allra landsmanna,“ sagði Einar Strand, slökkviliðsstjóri í Stykkishólmi, á aðalfundi Félags slökkviliðsstjóra í lok mars en fundurinn ályktaði að hluti byggingaröryggisgjalds yrði nýttur til brunavarna.

Minnesota í góðri stöðu

(4 hours, 21 minutes)
ÍÞRÓTTIR Minnesota Timberwolves er komið í 2:0 í einvígi sínu gegn Phoenix Suns í átta liða úrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfuknattleik eftir sterkan heimasigur, 105:93, í öðrum leik liðanna í nótt.
INNLENT Þótt fasteignamarkaðurinn á Íslandi hafi kólnað í verðbólgunni má greina töluvert lífsmark í sölu íbúðarhúsnæðis.

Vorum svo linir

(4 hours, 50 minutes)
ÍÞRÓTTIR Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Chelsea, var afar vonsvikinn með frammistöðu sinna manna þegar liðið steinlá gegn nágrönnum sínum í Arsenal, 5:0, í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.
FÓLKIÐ „Ég er með nágranna sem þurfa að sjá þetta sko. Mér finnst þetta persónulega einu skrefi of langt.“
INNLENT Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 2024 voru veitt í Höfða rétt í þessu. Einar Þorsteinsson borgarstjóri Reykjavíkur afhenti verðlaunin sem veitt eru í þremur flokkum.
ERLENT „Ég hitti hann úti á götu fyrir tveimur vikum og við stóðum þar og spjölluðum saman. Hann var í góðum gír. Hann langaði mikið að eignast hund og sagðist hafði safnað sér fyrir því,” segir Jón Fannar Tryggvason.

Frá Stjörnunni til Fylkis

(5 hours, 17 minutes)
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnudeild Fylkis hefur samið við Sigurberg Áka Jörundsson um að leika með karlaliðinu næstu þrjú ár, til loka tímabilsins 2027.
INNLENT Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir nýja verðbólgumælingu vera afar jákvæðar fréttir en verðbólgan hefur hjaðnað um 0,8% og mælist tólf mánaða verðbólga nú 6% og hefur ekki verið lægri síðan í janúar 2022.

Eldur í gámi í Vatnagörðum

(5 hours, 26 minutes)
INNLENT Eldur kom upp í gámi á geymslusvæði í Vatnagörðum og steig töluverður reykur upp.

Tímabilinu lokið hjá Kristian?

(5 hours, 32 minutes)
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnumaðurinn Kristian Nökkvi Hlynsson, leikmaður hollenska stórliðsins Ajax, meiddist í upphitun fyrir leik þess gegn Twente í hollensku efstu deildinni um þarsíðustu helgi.
INNLENT Ráðgert er að framkvæmdir við ný veiðihús við Hofsá í Vopnafirði og Hafralónsá í Þistilfirði hefjist í sumar eða í haust. Breyta þarf deiliskipulagi fyrir báðar byggingarnar og voru tillögur þar að lútandi kynntar nýverið.
INNLENT Landeigendur sem höfðað hafa mál gegn íslenska ríkinu og Landsvirkjun vegna Hvammsvirkjunar leggjast alfarið gegn því að virkjunin verði að veruleika. Binda þeir vonir við að virkjunarleyfi verði ekki veitt af hálfu Orkustofnunar á meðan málið er í meðferð.

Ekkert sætara að vinna þær

(5 hours, 51 minutes)
ÍÞRÓTTIR Stefán Arnarson þjálfari Hauka var kátur með stórkostlegan sigur Hauka á Fram í undanúrslitaeinvígi liðanna í Íslandsmóti kvenna í handbolta í gærkvöldi.

Arion banki hækkar vexti

(5 hours, 53 minutes)
VIÐSKIPTI Arion banki hefur hækkað verðtryggða fasta íbúðalánavexti um 0,50 prósentustig og verða þeir nú 4,24%
INNLENT Samfylkingin hefur sett fram þrjár grundvallarkröfur til næstu ríkisstjórnar, sem flokkurinn vill veita forystu, og aðgerðir til árangurs.
MATUR Þetta er sumarlegur réttur sem gleður alla aðdáendur tacos, ferskt og brakandi gott.

Liverpool hefur viðræður

(6 hours, 14 minutes)
ÍÞRÓTTIR Enska knattspyrnufélagið Liverpool hefur hafið viðræður við hollenska félagið Feyenoord vegna knattspyrnustjórans Arne Slot.
INNLENT Eldur kom upp í byggingarplasti á byggingarsvæði við Sigtún í Reykjavík nú á ellefta tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins gaus upp mikill svartur reykur, líkt og gerist þegar kviknar í plasti.

„Skýr skilaboð til Seðlabankans“

(6 hours, 32 minutes)
INNLENT Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og formaður verkalýðsfélags Akraness, segist afar glaður að heyra af lækkun verðbólgunnar en tólf mánaða verðbólga mælist nú 6% og hefur lækkað um 0,8 prósentustig frá síðasta mánuði.
ÍÞRÓTTIR Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur samþykkt að greiða fórnarlömbum Larry Nassar, fyrrverandi læknis bandaríska landsliðsins í fimleikum, háar fjárhæðir vegna mistaka alríkislögreglunnar við rannsókn á stórfelldum kynferðisbrotum Nassars.
SMARTLAND Töluverðar endurbætur hafa verið gerðar á húsinu.

Þórir í Laugardalinn

(6 hours, 57 minutes)
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnumaðurinn Þórir Guðjónsson er genginn í raðir Þróttar úr Reykjavík frá uppeldisfélagi sínu Fram.

„Okkur miðar í rétta átt“

(7 hours, 8 minutes)
INNLENT „Okkur miðar í rétta átt sem er mjög mikilvægt og ég fagna því auðvitað að verðbólgan sé á niðurleið. Þetta eru mjög jákvæðar fréttir.“
ÍÞRÓTTIR Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Carlos Tévez var fluttur á sjúkrahús í gær vegna verkja fyrir brjósti.
ERLENT Tveir hestar frá breska hernum, sem gengu lausir í miðborg Lundúna í morgun á háannatíma, hafa verið stöðvaðir, að sögn lögreglunnar og breskra fjölmiðla.
INNLENT Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, verða með erindi á árlegri ráðstefnu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, utanríkisráðuneytisins og Norræna hússins.
INNLENT Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist á starfsmann á slysadeild Landspítala í Fossvogi. Var hann sakfelldur fyrir brot gegn valdstjórninni, en hann játaði sök.

Best í fyrstu umferðinni

(7 hours, 42 minutes)
ÍÞRÓTTIR Amanda Jacobsen Andradóttir sóknarmaður Vals var besti leikmaðurinn í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta að mati Morgunblaðsins. Amanda átti mjög góðan leik og fékk tvö M fyrir frammistöðu sína hjá blaðinu þegar Valur sigraði Þór/KA, 3:1.
ICELAND The fact that tourists try to get too close to the eruption site at Sundhnúkagígar crater row is a problem that has also occurred in previous volcanic eruptions on the Reykjanes peninsula. However, no rescue teams have been called in connection with the current eruption, but it was noted that an attempt was made to drive a Dacia Duser car offroad in the area. That car is no longer in the lava field as we reported earlier.

Laufey fagnar 25 ára afmæli

(7 hours, 55 minutes)
FÓLKIÐ Til hamingju með afmælið Laufey!

Verðbólgan komin niður í 6%

(8 hours, 3 minutes)
VIÐSKIPTI Tólf mánaða verðbólga mælist nú 6% og lækkar því um 0,8 prósentustig frá síðasta mánuði þegar hún mældist 6,8%.

Ég er ekki sá besti í sögunni

(8 hours, 4 minutes)
ÍÞRÓTTIR Ronnie O’Sullivan, fremsti snókerleikari heims, kveðst ekki vera sá besti í íþróttinni í sögunni.
ERLENT Bandaríska öldungadeildin samþykkti í nótt frumvarp sem þvingar kínverska eigendur sam­fé­lags­miðilsins TikTok að losa sig við kín­verska eig­end­ur sína ell­egar eiga yfir höfði sér bann í Banda­ríkj­un­um. Bandaríkjaforseti mun undirrita lögin í dag.
INNLENT Stjórn Félags leikskólakennara tekur ekki undir yfirlýsingar stjórnmálafólks þar sem boðaðar eru skyndilausnir sem engu skila. Þess í stað er brýnt að staðið verði við gefin loforð um jöfnun launa milli markaða.

Dramatík er Juventus fór í úrslit

(8 hours, 24 minutes)
ÍÞRÓTTIR Juventus er búið að tryggja sér sæti í úrslitum ítölsku bikarkeppninnar í knattspyrnu karla. Það varð ljóst í gærkvöldi þegar liðið tapaði 2:1 fyrir Lazio í síðari leik liðanna og vann einvígið samanlagt.
ERLENT Timur Ivanov, aðstoðarvarnarmálaráðherra Rússlands, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald af dómstóli í Moskvu vegna ásakana um að hafa þegið mútur.

Forsetinn handtekinn

(8 hours, 46 minutes)
ÍÞRÓTTIR Andrew Kamanga, forseti Knattspyrnusambands Sambíu, hefur verið handtekinn og ákærður fyrir peningaþvætti í heimalandinu.
VEIÐI „Mitt í undirbúningnum dó fósturpabbi minn. Það var rosalegt sjokk og ég var bara langt niðri í nokkurn tíma. Treysti mér til dæmis ekki að koma í búðina í viku. Hann var mentorinn minn og kenndi mér svo margt. Hann bjó mig til.“
ERLENT Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í nótt fjög­ur frum­vörp saman í pakka með út­gjöld­um sem hljóða upp á 95 millj­arða bandaríkjadala (13.461 millj­arð ís­lenskra króna). Felur þetta í sér umfangsmikinn hernaðarstuðning fyrir Úkraínu, Ísrael og Taívan.
ÍÞRÓTTIR „Ég held að ég sé mjög skrítin fótboltakona því mér finnst ekkert gaman að horfa á fótbolta,“ sagði knattspyrnukonan Rakel Hönnudóttir í Dagmálum.
FERÐALÖG „Vinkona mín, sem er flugfreyja, benti mér á þetta.“
ERLENT Útgefandi bandaríska götublaðsins National Enquier sagðist fyrir rétti í gær hafa gert leynilegt samkomulag við Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og lögmann hans Michael Cohen um að þagga niður neikvæða umfjöllun í kringum forsetaframboð hans árið 2016.
INNLENT „Við vorum með táknræna uppákomu í Tjarnarsal Ráðhússins þar sem við komum fyrir um 1.600 vettlingum, en hver þeirra táknar hvert það barn sem er á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík núna,“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, í samtali við Morgunblaðið.

Nýtur þess núna að vera til staðar

(9 hours, 56 minutes)
K100 Michael Douglas og Catherine Zeta Jones eru enn gift þrátt fyrir svartsýnisraddir í upphafi hjónabands þeirra.
ERLENT Karl og kona hafa verið handtekin eftir að tvö börn fundust látin í sænsku borginni Södertälje í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum Aftonbladet virðist sem börnin hafi verið stungin.
FJÖLSKYLDAN Það er ekki bara mikil umferð í Ártúnsbrekkunni!
ERLENT Sjö manns voru handteknir í Ástralíu vegna þess að af þeim stafaði „óásættanleg hætta og ógn” í garð almennings. Alls tóku 400 lögreglumenn þátt í handtökunum.
FÓLKIÐ Kryddpían Melanie Brown, jafnan kölluð Mel B, ræddi samband sitt við bandaríska kvikmyndaframleiðandann Christine Crokos í viðtali við tímaritið Attitude á dögunum.

Skýjað með köflum og þurrt

(10 hours, 59 minutes)
INNLENT Í dag verður fremur hæg austlæg eða breytileg átt. Skýjað verður með köflum og yfirleitt þurrt og verður hiti á bilinu 4 til 12 stig að deginum.
SMARTLAND Hver var fyrsti koss Sigríðar Hrundar?

Beint frá Kína

(11 hours, 7 minutes)
INNLENT He Rulong, sendiherra Kína á Íslandi, segir viðræður standa yfir um beint flug frá Kína til Íslands. Rætt sé um að það geti orðið að veruleika á næstu þremur til fimm árum en hann vilji sjá það verða að veruleika fyrr.
MATUR Þessa 10 frönsku rétti og drykki verður þú að prófa í næstu Parísarferð.

Tapa fimm milljónum á dag

(11 hours, 7 minutes)
INNLENT Orkubú Vestfjarða (OV) tapar fimm milljónum á dag vegna skerðingar á afhendingu raforku. Samningur OV og Landsvirkjunar um ótrygga raforku kveður á um heimild til skerðingar í allt að 120 daga. Reiknað er með að þá skerðingardaga þurfi að nýta til fulls.
ÍÞRÓTTIR „Þetta var versta ákvörðun sem ég hef tekið,“ sagði fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Emil Hallfreðsson í Dagmálum.

Hönnun sem bætir líf manna

(11 hours, 7 minutes)
INNLENT „Hönnun sem byggist á gæðum almenningsrýma, og gerir ráð fyrir samþættingu borgarskipulags og almenningssamgangna um leið og hún mætir fjölbreyttum þörfum notenda, er eitt af stórum viðfangsefnum borgarhönnunar í dag,“ segir Jóhanna Helgadóttir arkitekt og skipulagsfræðingur.
INNLENT Afskaplega rólegt veður er fram undan. Skýjað með köflum, úrkomulaust nokkurn veginn á öllu landinu og hægur vindur verður næstu daga.
VIÐSKIPTI Bílaframleiðandinn Tesla hefur heitið því að flýta fyrir áformum um „hagkvæmari“ gerðir af rafmagnsbílum sínum.
ÍÞRÓTTIR Tveir ónefndir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu voru um helgina handteknir vegna gruns um nauðgun.
INNLENT Ríkisstjórnin hefur samþykkt að fækka ráðherranefndum og munu því sérstakar ráðherranefndir um íslenska tungu, jafnréttismál og málefni innflytjenda og flóttafólks ekki vera starfandi.

Lélegt af okkar hálfu

(17 hours, 57 minutes)
ÍÞRÓTTIR Fram tapaði gegn Haukum í framlengdum leik í undanúrslitaviðureign liðanna í Íslandsmóti kvenna í handbolta í kvöld. Fram var með unninn leik þegar tæplega þrjár mínútur voru eftir af leiknum en Haukum tókst að knýja fram framlengingu og vinna að lokum fjögurra marka sigur.

Helgi Áss með vinningsforskot

(18 hours, 3 minutes)
INNLENT Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson er í vænlegri stöðu eftir sjöundu umferð Íslandsmótsins í skák sem fram fór í dag í Mosfellsbæ.
ÍÞRÓTTIR Kai Havertz og Ben White skoruðu tvö mörk hvor fyrir Arsenal er liðið valtaði yfir Chelsea, 5:0, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Einum sigri frá ensku úrvalsdeildinni

(18 hours, 28 minutes)
ÍÞRÓTTIR Leicester þarf einn sigur úr síðustu tveimur leikjum sínum í ensku B-deildinni í fótbolta til að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni eftir 5:0-stórsigur á Southampton á heimavelli í kvöld.
SMARTLAND Fegurðin er allsráðandi á heimilinu!
INNLENT „Besti vinur minn missti mömmu sína fyrir að verða einu og hálfu ári síðan. Hún var búin að glíma mikið við andleg veikindi og mig langaði fyrst og fremst að heiðra minningu hennar með þessu og í gegnum Píeta.“
ÍÞRÓTTIR Fjölnir varð í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum í bikarkeppni karla í fótbolta með heimasigri á Selfossi, 4:2, í Egilshöllinni.
FÓLKIÐ Stórleikarinn hefur ekki átt sjö dagana sæla síðastliðin ár.
INNLENT Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm yfir karlmanni í síðustu viku fyrir að brjóta gegn kynferðislegri friðhelgi annars karlmanns með því að mynda hann án samþykkis hans og vitneskju, þar sem hann baðaði sig í sturtuklefa í búningsaðstöðu.
ÍÞRÓTTIR Fram og Haukar mættust í fyrsta leik sínum í undanúrslitaviðureign liðanna í Íslandsmóti kvenna í handbolta í kvöld og lauk leiknum með sigri Hauka, 27:24. eftir framlengdan leik.

Sem betur fer var ekkert hik á okkur

(19 hours, 37 minutes)
ÍÞRÓTTIR „Við vorum búnar að undirbúa okkur vel fyrir þennan leik og reiknuðum með þessari 5-1-vörn. Við náðum að leysa hana vel á köflum,“ sagði Sigríður Hauksdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Vals, í samtali við mbl.is í kvöld.
INNLENT Ellefu landeigendur við bakka Þjórsár hafa höfðað mál gegn íslenska ríkinu og Landsvirkjun og freista þess nú að fá felld úr gildi með dómi, leyfi sem Fiskistofa veitti árið 2022, og heimild Umhverfisstofnunar fyrir Hvammsvirkjun frá því fyrr í þessum mánuði.
INNLENT Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir grínarann sem Jón Gnarr hefur að geyma ekki hafa skinið í gegn það sem af er kosningabaráttunni. Það kunni að skýra að fylgi hans hafi dalað örlítið milli vikna.

Spánverjinn tekur við Selfossi

(20 hours, 9 minutes)
ÍÞRÓTTIR Spánverjinn Carlos Martin hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Selfoss í handbolta. Hann tekur við af Þóri Ólafssyni sem hætti með liðið eftir að það féll úr efstu deild í vetur.

Arsenal lék á als oddi gegn Chelsea

(20 hours, 9 minutes)
ÍÞRÓTTIR Arsenal og Chelsea mættust í kvöld í 29. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu og áttu heimamenn í engum vandræðum með Chelsea, lokatölur 5:0 fyrir Arsenal sem er nú á toppi deildarinnar, þremur stigum á undan Liverpool sem leikur á morgun.
ÍÞRÓTTIR Keflavík tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik með því að vinna gífurlega öruggan sigur á Álftanesi, 114:85, í fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum á Álftanesi.

Sýna þróun allra skoðanakannana

(20 hours, 12 minutes)
INNLENT Nú er hægt að nálgast niðurstöður skoðanakannana sem hafa verið gerðar vegna komandi forsetakosninga á einu mælaborði.
ÍÞRÓTTIR Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, leikmaður ÍBV, var svekkt þegar hún ræddi við mbl.is í kvöld, enda nýbúin að tapa fyrir Val, 28:22, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta.
FÓLKIÐ „Ég held að þetta hafi verið smá grín og smá alvara að honum þætti gaman að gera Eyjalag,“ segir Steingrímur Karl Teague, hljómborðsleikari og söngvari Moses Hightower, um Svavar Pétur Eysteinsson heitinn, betur þekktan sem Prins Póló.

Akureyringar jöfnuðu metin

(20 hours, 59 minutes)
ÍÞRÓTTIR Aron Hólm Kristjánsson átti stórleik fyrir Þór þegar liðið hafði betur gegn Fjölni í öðrum leik liðanna í umspili um sæti í efstu deild karla í handknattleik í Höllinni á Akureyri í kvöld.
FERÐALÖG Tom Brady skellti sér til Madrídar.
INNLENT Kosningabaráttan er komin á flug og á sumardaginn fyrsta á fimmtudag verða frambjóðendur á víð og dreif að hitta kjósendur.
VIÐSKIPTI Heildartekjur Icelandair jukust um 11% á milli ára og námu 35,8 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2024. Það gerir ársfjórðunginn tekjuhæsta fyrsta ársfjórðung í sögu félagsins.

Öruggt hjá meisturunum í fyrsta leik

(21 hours, 48 minutes)
ÍÞRÓTTIR Ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar Vals eru komnir yfir í einvígi sínu gegn ÍBV í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í handbolta eftir sigur í fyrsta leik á heimavelli sínum á Hlíðarenda í kvöld, 28:22.

Lúðvík prins fagnar sex árum

(22 hours, 7 minutes)
FJÖLSKYLDAN Lúðvík prins fagnar sex ára afmæli sínu. Í tilefni af því birtu Katrín prinsessa og Vilhjálmur prins nýja mynd af drengnum á samfélagsmiðlum.
MATUR „Þetta hefur verið ótrúlegt ferðalag frá fyrsta degi. Ég man vel eftir fyrsta deginum og hefur vöxturinn á bakaríinu verið æðislegur.“

Rekinn eftir tímabilið

(22 hours, 22 minutes)
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnustjórinn Stefano Pioli verður rekinn frá AC Milan eftir tímabilið en liðið er í öðru sæti ítölsku A-deildarinnar með 69 stig, 17 stigum á eftir Inter Mílanó sem er þegar orðið meistari.
INNLENT Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus gerir fjármálaáætlun stjórnvalda að umtalsefni og ræðir sjónarmið sín um fjárveitingar til íslenskukennslu við mbl.is.
INNLENT Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur móður sem grunuð er um að hafa orðið sex ára syni sínum að bana á Ný­býla­vegi.
ÍÞRÓTTIR Oliver Ekroth, varnarmaður Íslands- og bikarmeistara Víkings úr Reykjavík, tekur út leikbann þegar Víkingar taka á móti KA í 4. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu á sunnudaginn kemur.

Jón Gnarr fékk afhenta góða gjöf

(23 hours, 14 minutes)
FÓLKIÐ Málverkið myndi án efa prýða veggi Bessastaða.

Attempting to break a world record

(23 hours, 23 minutes)
ICELAND Today, a Japanese ski jumper attempts to break the world record in Hlíðarfjall in Akureyri in collaboration with the beverage manufacturer Red Bull.

Ung Valskona á Nesið

(23 hours, 27 minutes)
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnukonan Kolbrá Una Kristinsdóttir er kominn til Gróttu frá Val að láni út tímabilið. Hin 17 ára gamla Kolbrá hefur leikið 24 leiki fyrir yngri landslið Íslands.
INNLENT Hjálm­ar Jóns­son, fyrr­verandi fram­kvæmda­stjóri Blaðamanna­fé­lags Íslands, segir skýrslu KPMG fyrir hönd Blaðamannafélagsins vera aðför að æru sinni beint og milliliðalaust. Frekar ætti að skoða hversu mikið hann hafi sparað félaginu í útgjöld.

Hættir eftir tapið í gær

(23 hours, 47 minutes)
ÍÞRÓTTIR Körfuknattleiksþjálfarinn Einar Árni Jóhannsson, sem hefur þjálfað karlalið Hattar frá árinu 2021 með Viðari Erni Hafsteinssyni, hefur sagt skilið við félagið eftir tapið gegn Val í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í gærkvöldi.
INNLENT Til skoðunar er að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur verði fjölskipaður með sérfróðum meðdómsmönnum í þinghaldi hins svokallaða Bátavogsmáls.
SMARTLAND Fjör og ferðavinningar!