Borgarstjórinn í Malaga á Spáni reiknar með því að Malaga verði fyrsta borgin í heiminum til að bjóða upp á þráðlaust net nánast hvar sem er innan borgarmarkanna. Þeir Francisco de la Torre, borgarstjóri og Martin Varsavsky forstjóri Fon España, skýrðu frá því að þökk sé gjöf símafyrirtækisins upp á tvö þúsund beina munu íbúar Malaga og þeir ferðamenn sem eiga leið um að geta tengst netinu á hvaða götuhorni sem er.
Samkvæmt El Pais mun það taka um sex mánuði að setja búnaðinn upp og nær dreifingin um 80% borgarinnar. Byrjað verður á miðborginni og helstu götum borgarinnar og opinberum byggingum.
Í Malaga býr um hálf milljón manna.