Þungaðar konur of þungar?

Þessi þungaða kona þarf ekki að hafa áhyggjur af því …
Þessi þungaða kona þarf ekki að hafa áhyggjur af því að vera of feit á meðgöngu. mbl.is/Kristinn

Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa áhyggjur af því að þungaðar konur bæti of mikið á sig á meðgöngunni og íhugar þarlent læknaráð að leggja til að viðmiðum um þyngdaraukningu á meðgöngu verði breytt.

"Sannleikurinn er sá að of lengi höfum við sagt konum að taka því rólega á meðan meðgöngu stendur og borða fyrir tvo," sagði dr. Raul Artal. "Í því liggur ein af skýringunum á þeim offitufaraldri sem við höfum mátt þola hérlendis."

Á upplýsingavef Ljósmæðrafélags Íslands, ljosmodir.is, má sjá að viðmið um þyngdaraukningu á meðgöngu hérlendis eru þau sömu og í Bandaríkjunum – þær konur sem eru þyngstar ættu ekki að bæta á sig meira en sjö kílóum, en þær sem eru undir kjörþyngd mega þyngjast um allt að 18 kíló.

Rannsókn í aprílhefti American Journal of Obstetrics and Gynecology gaf til kynna að konur sem fari eftir viðmiðunum séu líklegri til þess að eiga of þung smábörn, heldur en þær sem þyngjast minna en ráðlagt er. Sérfræðingar sem AP-fréttastofan ræddi við ráðleggja þó þunguðum konum að fara eftir viðmiðunum nema formleg ákvörðun verði tekin um að breyta þeim, enda eru ekki allir á eitt sáttir hvað varðar málið.

Skyndibiti slæmur

Fréttavefur breska ríkisútvarpsins, BBC, greindi svo frá því í gær að þunguðum konum væri ráðið frá því að borða skyndibita á meðgöngu. Rannsóknir á rottum hafa sýnt að éti móðirin mikið af óhollum mat á meðan á meðgöngu stendur, sæki afkvæmið í sömu óhollustu.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert