Microsoft og Nokia í þróunarsamstarf

Nokia N97
Nokia N97 Reuters

Microsoft og Nokia tilkynntu í gær að fyrirtækin muni vinna saman að þróun og markaðssetningu farsímalausna fyrir fyrirtækjamarkað. Með samstarfinu hyggjast fyrirtækin þróa nýjar útgáfur Microsoft Office Mobile og annarra viðskipta- og samskiptahugbúnaðarlausna Microsoft fyrir Symbian-snjallsíma Nokia.

Þessar lausnir munu á endanum verða í boði fyrir margar tegundir Nokia snjallsíma en Nokia E-símarnir verða fyrstir til að bjóða upp afrakstur samstarfsins, samkvæmt fréttatilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka