Bandarískir vísindamenn hafa fundið út hvernig hægt er að spá fyrir um hversu miklar líkur er á fólk nái hundrað ára aldri. Eru niðurstöður rannsóknarinnar kynntar í bandaríska vísindaritinu Science. Byggja niðurstöðurnar á um 150 erfðavísum í fólki sem náð hefur háum aldri.
Er þetta liður í stærstu rannsókn sem unnin hefur verið á fólki á tíræðisaldri í heiminum. Einn af hverjum sex þúsund nær því að verða 100 ára í iðnríkjum heimsins. Af þeim eru 90% við hestaheilsu 93 ára.
Á vefnum langlifi.net kemur fram að 42 Íslendingar eru 100 ára og eldri. Þar af eru tvær konur elstar, þær Torfhildur Torfadóttir, 106 ára frá því í maí og Margrét Hannesdóttir sem verður 106 ára síðar í mánuðinum, samkvæmt langlífisvefnum.