Facebook er sagt vera komið langleiðina með að fá orðið „face“ skráð sem vörumerki fyrirtækisins. Hefur einkaleyfa- og vörumerkjastofa Bandaríkjanna óskað eftir því að Facebook veiti upplýsingar um hvernig það hyggist nota orðið.
Verði af þessu þá mun þetta aðeins eiga við notkun orðsins á vefsíðum og í samskiptaforritum. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins.
Lögfræðingar segja að þetta gæti leitt til takmarkaðrar notkunar á orðinu á öðrum samskiptasíðu, t.d. á Facetime-síðu Apple.
Talsmenn fyrirtækisins hafa ekki viljað tjá sig um málið.