Loftkæling hitar borgir

Madríd.
Madríd.

Loftkælingartæki í stórborgum sem glíma við mikla sumarhita geta haft þau áhrif að hitastigið í borginni hækkar um allt að tvær gráður á selsíus. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn spænskra vísindamanna. Spænska blaðið El País segir frá þessu á vefsíðu sinni í dag.

Ýmsir óvissuþættir eru í rannsókn Spánverjanna en hún bendir þó eindregið til þess að þegar fjöldi loftkælitækja er í gangi þá hafi það áhrif á hitastigið í borgum eins og Madríd, jafnvel um allt að 1,5-2 gráður á sumum svæðum og á ákveðnum tímum dags.

Loftkælingartækin lækka hitastigið innanhúss segja spænsku vísindamennirnir en á móti gefur hún 30% meiri hita frá sér út.

„Það gjald sem greitt er fyrir þægilegt hitastig innandyra er það að hitastigið í borginni hækkar síðan,“ segja vísindamennirnir sem standa að baki rannsókninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka