Farsímavefur mbl.is verðlaunaður

Svonefnd NEXPO verðlaun voru afhent á sýningunni  Netið EXPO í Smáralind um helgina. Farsímavefur mbl.is, m.mbl.is, var meðal annars valinn farsímavefur ársins. 

Af öðrum verðlaunum má nefna, að Grímur kokkur var valið  áhrifamesta fyrirtækið á samskiptamiðli. Uppflettiforrit Já var valið farsímaforrit ársins, 
Tónlist.is fékk verðlaun fyrir  forrit ársins, vefirnir gítargrip.is og Icelandair.is voru valdir fyrirtækjavefir ársins. Þá var   Ring á Iceland Airwaves valin herferð ársins,   Viking of Thule var valinn leikur ársins og nýliði ársins var filma.is.

Ingvar Hjálmarsson, fyrrverandi vefstjóri mbl.is fékk sérstök heiðursverðlaun.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert