Kaffi, kynlíf og snýtur hættuleg hjartanu

Kaffi eykur hættuna á heilablóðfalli skv. rannsókninni.
Kaffi eykur hættuna á heilablóðfalli skv. rannsókninni. mbl.is/Ómar

Kaffidrykkja, kynlíf og það að snýta sér getur aukið hættuna á heilablóðfalli samkvæmt niðurstöðum hollenskra lækna við Háskólann í Utrecht. Allt veldur þetta hærri blóðþrýstingi sem gæti sprengt æðar.

Náði rannsóknin til 250 sjúklinga yfir þriggja ára tímabil og fundust átta áhættuþættir sem voru tengdir við heilablæðingar. Voru þessar þrír á meðal þeirra. Heilablæðing getur átt sér stað þegar skemmd æð í heila springur. Afleiðingin getur verið heilaskaði eða dauði.

Komust læknarnir að því að kaffi væri sökudólgurinn í einu af hverjum tíu tilfellum þegar æð í heila springur. Var kaffi algengasti áhættuþátturinn. Breska ríkisútvarpið BBC segir frá þessu á vefsíðu sinni.

„Allir orsakavaldarnir ollu skyndilegu skammvinnri hækkun á blóðþrýstingi en það virðist möguleg sameiginleg ástæða fyrir að æðar springa í heila,“ segir Dr. Monique Vlak, taugasérfræðingur og aðalhöfundur rannsóknarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert