Orð ekki í tíma töluð

Amazon-frumskógurinn.
Amazon-frumskógurinn. RICKEY ROGERS

Tungumál Amondawa-ættbálksins í Amazon-skóginum hefur engin hugtök yfir tíma og rúm. Engin orð eru til í því yfir tíma eða tímabil eins og mánuð eða ár. Þannig er ekki hægt að orða hluti eins og „að vinna alla nóttina“.

Meðlimir ættbálksins átta sig vissulega á að hluti gerast í tíma en tíminn sjálfur er ekki til sem sjálfstætt hugtak. Var ættbálkurinn einangraður allt til ársins 1986 og hafa fræðimenn nú hafið að rannsaka tungumál hans.

„Við erum ekki að segja að þetta sé fólk án tíma eða utan við tímann. Amondawa-fólkið getur talað um atburði röð atburða eins og annað fólk,“ segir Chris Sinha, prófesor í tungumálasálfræði við Háskólann í Portsmouth á Englandi.

„Við finnum hins vegar ekki hugmyndir um tíma óháðan atburðum sem gerast í honum. Það hefur ekki hugmynd um tíma sem sé eitthvað sem atburðir gerast í. “

Ekki er talað um aldur fólks en það fær mismunandi nöfn eftir því á hvaða stigi lífs síns það er á eða þegar það fær nýja stöðu innan samfélagsins. Breska ríkisútvarpið BBC segir frá þessu á vefsíðu sinni.

Hafa líkur verið leiddar að því að ástæðan fyrir því að engin tímahugtök séu í málinu sé sú að ættbálkurinn hafi ekki haft neitt tímatal né klukkur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka