Stóraukin tíðni krabbameinstilfella

Átakið Mottumars hefur gert mikið til að vekja athygli á …
Átakið Mottumars hefur gert mikið til að vekja athygli á krabbameini karla en það er greinilegt að betur má ef duga skal. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Tíðni nýrra krabbameinstilfella í heiminum hefur aukist um 20% á minna en áratug en alls greinast um 12 milljón ný tilfelli árlega, samkvæmt tölum World Cancer Research Fund. Talið er að hægt sé að koma í veg fyrir um fjórðung þessara krabbameinstilfella.

Stofnunin hefur reiknað það út að um 2,8 milljónir nýrra krabbameinstilfella tengist mataræði, hreyfingarleysi og offitu og telur að þessar nýju tölur muni hækka hratt næsta áratuginn verði ekkert að gert.

Martin Wiseman, ráðgjafi hjá WCRF, sagði í viðtali við BBC að aukninguna mætti að hluta til rekja til þess að meðalaldur í heiminum væri að hækka en einnig til þess að lífsstíll fólks væri að breytast.

„Á sama tíma og lönd verða sífellt borgavæddari er fólkið líklegra til að þjást af vestrænum sjúkdómum, ekki bara krabbameini heldur hjartasjúkdómum, sykursýki, offitu og lungnasjúkdómum.

Margir eru enn ómeðvitaðir um að áhættuþættir eins og áfengisneysla og offita auka líkurnar á krabbameini, á meðan þættir eins og auglýsingar og matarverð hvetja ekki beint til þess að fólk temji sér nýjan lífsstíl.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert