Nýtt hitamet á norðurskautinu

Reuters

Hitinn á norðurskautinu heldur áfram að hækka samkvæmt upplýsingum sem bandaríska geimferðastofnunin (NASA) birti nýverið. Í fyrra var sett nýtt hitamet og hafa margir miklar áhyggjur af þeirri þróun sem er nú að eiga sér stað.

Samkvæmt upplýsingum frá Goddard Institute for Space Studies, sem er stofnun á vegum NASA, mældist yfirborðshitinn á norðurskautinu að meðaltali 2,28 gráðum hærri árið 2011 heldur en var að meðaltali á milli áranna 1951 til 1980. Þetta á við svæðið sem norðan við 64 breiddargráðu.

Frá áttunda áratug síðustu aldar hefur hitinn farið hratt upp á við. Í 20 ár, eða frá árinu 1992, hefur hitinn ekki mælst undir langtímameðaltalinu.

Árið 2010 var hitinn að 2,11 gráðum hærri en meðtal áranna 1951-1980.

Nánar má lesa um málið hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert