Fara með farþega í geiminn

Geimskutla. Mynd úr myndasafni.
Geimskutla. Mynd úr myndasafni. Reuters

Fyrsta tilraunaflug með farþega til alþjóðlegu geimstöðvarinnar gæti orðið að veruleika í mars. Þetta staðhæfir NASA, bandaríska geimferðastofnunin.

Geimskutlan Dragon, sem er í eigu bandaríska fyrirtækisins SpaceX, gæti verið ferðbúin 20. mars, en endanleg dagsetning liggur fyrir á næstu vikum. Til stóð að SpaceX myndi fara með farþega að stöðinni nú í febrúar, en förinni var frestað af tæknilegum ástæðum.

SpaceX er í eigu Elon Musk, sem að auki á PayPal-fyrirtækið, flaug með farþega um braut jarðar í desember 2010. Fyrirtækið vinnur nú, í samvinnu við aðra, að byggingu geimskutlu sem gæti farið með geimfara og varning til geimstöðvarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert