Hafa komið auga á ísjaka

„Paris hefur komið auga á ísdreifar og og tvo hugsanlegan ísjaka á siglingarleiðinni. Skipið spyr um staðsetningu okkar.“ Þetta segir í twitter-færslu þar sem lýst er ferð Titanic frá Evrópu til Bandaríkjanna. Titinic sigldi á ísjaka laust eftir miðnætti.

Árið 1912, þegar Titanic fórst, voru fréttaflutningur og fjarskipti með öðrum hætti en í dag. Notendur twitter hafa síðustu daga getað fylgst með ferð Titanic yfir hafið á. Í færslum nokkrum klukkutímum fyrir áreksturinn við borgarísjakann er verið að fjalla um hraðann á skipinu. Fram kemur að ekki hafi tekist að halda áætlun fyrsta daginn en nú hafi hraði skipsins aukist og góðar líkur séu á að það komist til New York á undan áætlun.

Í twitter-færslu frá Edward John Smith skipstjóra á Titanic segir: „Á fullri ferð áfram. Við skulum sjá hvers megnugt skipið er.“

Aðeins um þriðjungur allra sem voru um borð á Titanic, eða um 700 manns, komst í björgunarbáta og var bjargað. Aðrir, um 1500 manns, drukknuðu eða létust úr ofkælingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert